Lögreglan og aðilar við Sólheimajökul hafa skoðað svæðið sem var lokað í gærdag vegna úrrennslis og rigninga. Göngustíg frá bílastæðinu að jöklinum var lokað vegna aurskriðu og grjóthruns.
Ákveðið hefur verið að opna svæðið á ný, fundnar hafa verið nýjar gönguleiðir að jöklinum. Þeir sem hyggja á ferðalög á jökulinn er bent á að vera í sambandi við þau fyrirtæki sem starfa á svæðinu varðandi gönguleiðir.
Ennfremur hvetur lögreglan við fólk til að fara varlega á svæðinu og fylgjast með veðri og spá.