Búið er að opna fyrir umferð aftur um brúna við Eldvatn. Varnargarður til móts við Múla brast fyrr í dag og því hefur rennsli í Eldvatni minnkað til muna og álagið á brúna er því minna.
Hluti árinnar rennur nú í gömlum farvegi og safnast saman við þjóðveginn. Starfsmenn frá Vegagerðinni í Vík eru að moka frá veginum og freista þess nú að stýra ánni þannig að minni líkur séu á því að það nái yfir Þjóðveg 1.
Í fréttum RÚV kom fram að um 30-40 sentimetra vantar upp á að flóðið komist upp á þjóðveginn sjálfan og fari svo verður veginum lokað og umferð beint um Meðalland.