Fjögur hverfaráð voru skipuð á bæjarstjórnarfundi í Árborg. Tilgangur með stofnun þeirra er að auka virkni íbúa og fá fram betri tengingu íbúa við bæjaryfirvöld.
Auglýst var eftir áhugasömum íbúum til að taka sæti í hverfaráðum á dögunum. Áhuginn var mestur í Sandvíkurhreppi en minnstur á Stokkseyri. Á endanum fór það svo að allir sem gáfu kost á sér til setu í hverfaráðum fengu sæti aðal- eða varamanns. Þannig var í raun sjálfkjörið hverfaráðin.
Til stóð að hafa tvö hverfaráð á Selfossi en fallið var frá því þar sem fáir óskuðu eftir setu í ráðunum og því er eitt hverfaráð á Selfossi skipað fimm íbúum og einum varamanni.
Sandvík
Guðmundur Lárusson Stekkum.
Anne B Hansen Smjördölum.
Ægir Sigurðsson Ásamýri.
Anna Gísladóttir Eyði-Sandvík.
Jónína Björk Birgisdóttir Suðurgötu 2.
Varamenn
Guðrún Kormáksdóttir Nýabæ 4.
Oddur Hafsteinsson Suðurgötu 14.
Aldís Pálsdóttir Litlu-Sandvík.
Jóna Ingvarsdóttir Fossmúla.
Arnar Þór Kjærnested Norðurleið 17.
Eyrarbakki
Þór Hagalín, Háeyrarvöllum 54
Gísli Gíslason, Háeyrarvöllum 16
Arna Ösp Magnúsardóttir, Eyrargötu 44a
Linda Ásdísardóttir, Hjallavegi 2
Óðinn Andersen, Túngötu 57
Varamaður
Baldur Bjarki Guðbjartsson, Eyrargötu 34
Stokkseyri
Jón Jónsson, Hásteinsvegi 24
Grétar Zóphaníasson, Hásteinsvegi 38
Sigurborg Ólafsdóttir, Fagradal
Hulda Gísladóttir, Eyrarbraut 9
Gunnar Valberg Pétursson, Heiðarbrún 12a
Selfoss
Helga R. Einarsdóttir
Guðmundur Sigurðsson
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir
Magnús Vignir Árnason
Varamaður
Eiríkur Sigurjónsson