Búið opna Hellisheiði og Þrengsli

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Grétar Guðmundsson

UPPFÆRT KL. 21:57: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli en Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.


Eldri frétt:

Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði vegna veðurs. Einnig er lokað í Þrengslum og á Mosfellsheiði og ekkert ferðaveður.

Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.

Skil með SA- hvassviðri og úrkomu fara hratt NA yfir landið í kvöld og nótt. Hlánar á láglendi en á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands er spáð hríð, skafrenningi og slæmu skyggni frá kl. 18 og 21. Eins í uppsveitum Suðurlands.

Hálka, snjóþekja og éljagangur er á öðrum leiðum á Suðurlandi.

Fyrri greinBúist við hríðarveðri á Hellisheiði og í uppsveitum
Næsta greinTveir menn lentu í snjóflóði