Hellisheiði var lokuð í báðar áttir síðdegis í dag þegar leiðindaveður gekk yfir heiðina.
UPPFÆRT 17:15: Vegurinn hefur verið opnaður.
Lögreglumenn eru nú að vinna á vettvangi tveggja umferðarslysa á Hellisheiði. Annað er í Smiðjulaut en hitt vestar, í Hveradalabrekkunni. Einhver meiðsl eru á á einum aðila en þau virðast ekki alvarleg. Heiðin er lokuð en þar er krapaslabb og leiðinda færð að sögn lögreglu.
RÚV greinir frá því að björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu vegna ástandsins en ekki er búið að kalla björgunarsveitir upp á heiði til að aðstoða vegfarendur.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fara skil lægðar yfir síðdegis suðvestanlands og með þeim úrkoma og snjókoma til fjalla. Á Hellisheiði og Mosfellsheiði er þannig útlit fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi allt að 18 m/s frá því upp úr kl. 13 og til 17 þegar hlánar um stund. Krapi verður í Þrengslum og á Lyngdalsheiði.
Allur akstur bannaður á Nesjavallaleið og á Suðausturlandi er krapi á Skeiðarársandi.