
Núna í hádeginu var Suðurlandsvegur milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal opnaður á nýjan leik, eftir að hafa verið ófær síðan síðdegis á aðfangadag.
Ennþá er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklaustur en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni standa vonir til þess að þar náist að opna fyrir klukkan 14 í dag, gangi mokstur að óskum.
Það er fallegt í Vík í dag en gríðarlegt fannfergi. Að sögn Sigurðar Hjálmarssonar, sem tók myndirnar með þessar frétt eru rúmlega tuttugu ár síðan annar eins snjór var á svæðinu, í febrúar árið 2001.
