Suðurlandsvegur hefur nú verið opnaður eftir umferðarslysið í morgun þar sem jeppabifreið fór útaf brúnni yfir Núpsvötn. Þrír létust í slysinu.
Staðfest er að þrír aðilar létust í slysinu. Allt erlendir ríkisborgarar, tveir fullorðnir og eitt ungt barn. Fjórir aðilar, einnig erlendir ríkisborgarar, voru fluttir með þyrlum til aðhlynningar á sjúkrahús til Reykjavíkur, tveir fullorðnir og tvö börn á aldrinum 7 – 9 ára.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi annast rannsókn málsins með aðstoð tæknideildar og annara deilda lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningu sem send var út kl. 15:40 í dag þakkar lögreglustjórinn á Suðurlandi öllum vegfarendum sýnda þolimæði við vettvang.
Lítilsháttar umferðartafir verða eitthvað áfram vegna vinnu starfsmanna Vegagerðarinnar við viðgerðir á handriði.