Gert er ráð fyrir vaxandi suðaustanátt síðdegis suðvestanlands og hríð og skafrenningi um tíma. Búast má við skafbyl og litlu skyggni á Hellisheiði síðdegis og fram á kvöld.
Víðast hvar hlánar síðar í kvöld og nótt með vatnsveðri upp í 300-400 metra hæð. Vakin er athygli á því að flughált verður þegar leysir og einkum á það við um vegi á vestanverðu landinu.
Kl. 16:05 var hálka og éljagangur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á Suðurlandi.
UPPFÆRT KL. 16:22