Það hlánar á ný og hvessir á landinu þegar líður á daginn. Búist er við austan stormi og hviðum 30-35 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal frá því upp úr hádegi og til kvölds.
Það mun blotna ofan í ís og klaka sem víða er á vegum sunnan- og vestanlands og við það getur hæglega orðið staðbundið flughált.
Stormur verður á Kjalarnesi um tíma á milli kl. 15 og 18 og í Öræfum undir kvöldið.
Þeir sem eiga þess kost að koma eftirfarandi skilaboðum til erlendra ferðamanna eða vegfarenda sem ekki tala íslensku eru endilega beðnir um það:
Warning: Increasing wind today and temperature will again rise above zero by noon. Many snow/ice covered roads will then be very slippery in S-, W and N-Iceland.