Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá klukkan 18 í kvöld til klukkan 22:00.
Búist er við suðaustan 15-20 m/sek og snjókomu eða slyddu. Úrkoman mun færa sig yfir í rigningu nærri sjávarmáli þegar hlýnar.
Varað er við því að erfið akstursskilyrði gætu orðið vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju, sér í lagi í uppsveitum og á heiðavegum, til dæmis á Hellisheiði.