Góð veiði er í þeim ám á Suðurlandi þar sem bleikjuveiði er hafin, ekki síst í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgosið hefur lítil áhrif.
Eldgos hefur ekki haft önnur áhrif á veiðina enn þá að nokkur holl veiðimana komust ekki til veiða í eina sex daga á meðan umferð austur fyrir Markafljót var takmörkuð.
Óvíst er hvaða áhrif öskufall hefur á lífríkið í ánum að sögn Guðna Guðbergssonar hjá Veiðimálastofnun. Það fari eftir því hvaða efni berast með rigningarvatni í árnar. Hann telur von til þess að árgangar í sjóbleikju og sjóbirtingi verði ekki fyrir áhrifum þeirra efna sem kunna að berast í árnar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.