Busavígslan í Fjölbrautaskóla Suðurlands fór fram núna í hádeginu þar sem óhugnalegir trúðar og aðrir vitfirringar meðhöndluðu nýnemana.
Busunum var smalað saman í reykfylltum sal þar sem æðri nemendur bölvuðu og böðluðust á þeim. Að því loknu skreið hersingin út í skólagarðinn þar sem þau þurftu að fara í gegnum þrautabraut sem lauk með íssósuskírn.
Að lokinni þessari eldskírn var slegið upp grillveislu og nýnemarnir boðnir velkomnir í skólann og teknir í sátt eldri nemenda.