Buster þefaði uppi kannabis

Buster, fíkniefnahundur lögreglunnar á Selfossi, þefaði uppi mjög þróaða kannabisræktun í íbúðarhúsi á Selfossi síðdegis í dag.

Í húsnæðinu fannst 41 kannabisplanta sem lögregla lagði hald á ásamt búnaði til ræktunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni var um mjög þróaða ræktun að ræða og plöntur á mismunandi stigum ræktunnar. Húseigandinn var handtekinn og gekkst hann við ræktuninni. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.

Lögreglan á Selfossi hefur lagt hald á yfir fimmtíu kannabisplöntur á einum um sólarhring, því í gær fundust tíu plöntur í ræktun í húsi fyrir utan bæinn.

Fyrri greinÞýðingarfyrirtæki stofnsett á Selfossi
Næsta greinÖllum tilboðum í Herjólf hafnað