Fíkniefnahundurinn Buster á Selfossi varði um helgina Íslandsmeistaratitil fíkniefnaleitarhunda sem hann vann í fyrsta skipti í fyrra.
Buster varð hlutskarpastur í keppninni ásamt Nökkva sem er hjá lögreglunni í Borgarnesi. Íslandsmeistaramótið fór fram á Eyrarbakka og Selfossi fyrr í vikunni og tóku tíu hundar þátt.
Buster sigraði einnig í fyrra en í keppnunum eru hundarnir látir leysa hinar ýmsar þrautir og leita að ólöglegum efnum í bílum og húsum.
Buster hefur haft í nógu að snúast frá því að hann kom á Selfoss en hann er alltaf á vaktinni með umsjónarmanni sínum, Guðjóni Smára Guðjónssyni, og hefur hann þefað uppi ýmis efni bæði í skipulögðum fíkniefnaleitum og fyrir tilviljun á vaktinni með Guðjóni.