Hvergerðingurinn Eiríkur Mörk Valsson býður sig fram til stjórnlagaþings.
Eiríkur Mörk er tæplega sextugur fjölskyldumaður og býr í Kópavogi. Hann rekur eigið fyrirtæki, starfsvettvangur er miðlun viðskipta með skipaeldsneyti.
Meðal áherslumála Eiríks Mörk eru:
o ákvæði um þjóðareign á auðlindum
o ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur
o skarpari skil á milli löggjafans og framkvæmdarvaldsins
o efling Alþingis
o stjórnarskrá sem stenst tímans tönn
o íslensk tunga
o inngangur að stjórnarskrá þar sem „andi og meginreglur“ eru sett fram með skýrum hætti, í fallegum og aðgengilegum texta
Eiríkur fæddist að Laufskógum 11 í Hveragerði árið 1951. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla í Hveragerði en þaðan lá leiðin til Reykjavíkur hvar hann lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1971. Eiríkur starfaði m.a. hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborg áður en hann hóf hann störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kontor-Automation AS á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Eiríkur bjó í Höfn í átta ár en flutti svo aftur til Íslands.
Vegna starfa sinna flutti hann öðru sinni til Danmerkur árið 2002, að þessu sinni til Nibe á Jótlandi. Þar vann hann í Álaborg, við kaup og sölu á skipaeldsneyti á alþjóðamarkaði. Eiríkur kom heim aftur árið 2005 og eftir að hafa lokið diplómanámi í fjármálum og stjórnun við Háskólann á Bifröst hefur hann rekið eigið fyrirtæki, Ari miðlun ehf., sem miðlari í viðskiptum með skipaeldsneyti.
Frekari upplýsingar má fá á bloggsíðu Eiríks, http://eirikurmork.blogspot.com/.