Bygging 50 þúsund fermetra gróðurhúss á Hellisheiði er strand þar sem erfitt hefur reynst að fá fjármagn til framkvæmdanna.
Félagið GeoGreenhouse fékk lóð við Hellisheiðarvirkjun til að byggja gróðurhús þar sem áætlanir eru um að framleiða tómata til útflutnings.
Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er framkvæmdin í ákveðinni biðstöðu. Enn sé verið að leita fjárfesta en ekkert handfast hafi komið út úr því, að því er hann segir.
Í fyrsta áfanga átti að reisa um fimm hektara gróðurhús og áætlanir gerðu ráð fyrir að fjörutíu manns gætu starfað við fyrirtækið að lokinni uppbyggingu fyrsta áfangans.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu