Bygging stórhýsis á Hellu í biðstöðu

Starfsmenn Selhúsa hafa lagt niður störf í nýbyggingu Suðurlandsvegar 1-3 á Hellu. Eignarhaldsfélag hússins, sem er í eigu Rangárþings ytra og Verkalýðshússins, skuldar Selhúsum um 50 milljónir.

„Við getum ekki fjármagnað framkvæmdirnar endalaust sjálfir,“ segir Baldur Pálsson, framkvæmdastjóri Selhúsa. „Þegar ég segist ekki geta greitt reikninga Selhúsa á réttum tíma, eru ekki margir sem kaupa þá skýringu að það sé vegna vanskila sveitar- og verkalýðsfélags,” segir Baldur. Þrátt fyrir allt stendur fyrirtækið vel að hans sögn.

Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsvegar 1–3 ehf., segir enn fullan lánavilja hjá bönkunum. Greiðslufall til verktakans hafi orðið á meðan frekari lántökur nái í gegn en tímafrekt sé að fá lán um þessar mundir. Þinglýsing skuldabréfa ætti að detta inn á næstu dögum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Panta áskrift.

Fyrri greinSebastian áfram með Selfoss
Næsta greinTólf bréfberum sagt upp