Byggingarframkvæmdir hefjast í haust

Fyrr í mánuðinum tóku nokkur leikskólabörn fyrstu skóflustungu að nýrri leikskólabyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn. Byggingarframkvæmdir munu hefjast í haust.

Jarðvinna sem krefst stórvirkra vinnuvéla verður unnin á meðan sumarleyfi leikskólans stendur yfir til þess að að byggingarframkvæmdir geti hafist á haustdögum.

Heildarstærð viðbyggingar er um 497 fm og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við bygginguna verði rúmar 124 milljónir króna.

Fyrri greinMótokrossdeildin orðin fyrirmyndardeild
Næsta greinÞjóðhátíðarupphitun í Hvíta