Byrjað að bólusetja 55-60 ára

Bólusetningarteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að störfum. Ljósmynd/HSU

Þessa vikuna vinnur Heilbrigðisstofnun Suðurlands áfram að því að bólusetja einstaklinga í forgangshópum.

Einnig er verið að bólusetja alla einstaklinga 55-60 ára, sem og flugáhafnir og áhafnir skipa sem fara erlendis. Þá er bólusetning leikskólastarfsmanna hafin á flestum starfsstöðvum en ekki næst að boða alla þessa vikuna, að því er fram kemur í upplýsingum frá HSU.

Á uppstigningardag verður boðið upp á opinn bólusetningardag klukkan 10-11 í Vallaskóla á Selfossi. Þar á að bólusetja með Astra Zenica alla 60 ára og eldri, sem og einstaklinga sem hafa fengið boðun í bólusetningu með því bóluefni en af einhverjum ástæðum hafa ekki getað mætt.

Auk þessara hópa sem eru taldir upp hér að ofan er einnig verið að boða hraust yngra fólk á einhverjum starfsstöðvum HSU, í afgangs skammta af því bóluefni sem verið er að nota.

Fyrri greinÁlag á sekt fyrir hraðakstur á þungum bíl
Næsta grein„Gríðarlega eldfimt ástand“