Byssusýningu Veiðisafnsins frestað

Ljósmynd/Aðsend

Árlegri byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri sem til stóð að halda um næstu helgi hefur verið frestað til haustsins og verður auglýst síðar.

Páll Reynisson á Veiðisafninu sagði í samtali við sunnlenska.is að ekki væri hægt að skipuleggja viðburð sem þennan með samkomubann yfirvofandi. Því hefðu þeir sem koma að þessum viðburði tekið sameiginlega ákvörðun um frestunina og axla með því samfélagslega ábyrgð.

Safnið verður áfram opið allar helgar í mars milli 11 og 18. Einnig er boðið upp á bókanir fyrir hópa alla daga eins og áður.

Fyrri greinFOSS fer ekki í verkfall
Næsta greinSuðurlandvegur lokaður austan við Steina