Eins og undanfarin sumur hefur verið skortur á neysluvatni í Flóahreppi vegna þurrka.
Í Áveitunni, fréttablaði ungmennafélaganna í hreppnum, segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri, að vatni hafi verið dælt nánast stöðugt frá Árborg í miðlunartank við Ruddakrók í allt sumar þannig að vatnsnotendur hafa ekki orðið varir við vatnsskortinn.
Fyrirhugað er að fara í frekari vatnsöflun undir Ingólfsfjalli svo fljótt sem unnt er.