Í síðustu viku fengu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn boð frá Neyðarlínunni eftir að Friðrik Sigurðsson ÁR17 hafði tekið inn sjó í höfninni í Þorlákshöfn.
Komin var 30° halli á skipið þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn nokkrum mínútum eftir útkallið.
Dælingin úr skipinu tókst vel og rétti skipið sig af fljótlega eftir að dæling hófst. Ástæða þess að skipið fékk inn á sig sjó má rekja til krana sem átti að vera lokaður.