Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni rúmlega þrítugan Selfyssing í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu og ræktun kannabisplantna á heimili sínu.
Lögregla gerði húsleit á heimili mannsins í september á síðasta ári. Þar fundust 70 kannabisplöntur, 4-38 sm á hæð er samtals vógu 241,7 grömm.
Ákærði játaði skýlaust brot sitt í héraðsdómi og taldi dómari að viðeigandi refsing væri fangelsi í 30 daga. Með vísan til umfangs ræktunarinnar og að eingöngu er ákært fyrir ræktun og vörslu var refsingin skilorðsbundin til tveggja ára.