Dæmdur í síbrotagæslu

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað mann í síbrotagæslu í 27 daga, en maðurinn hefur ítrekað verið staðinn að lögbrotum undanfarnar vikur.

Maðurinn braust síðast inn í veitingastaðinn Hafið bláa á Óseyri á föstudagsmorgun, ásamt fjórum öðrum, og stal þaðan miklu magni af áfengi. Fólkið náðist á leið til Reykjavíkur. Þau sem voru með manninum voru látin laus að lokinni yfirheyrslu, en hann mun sitja inn næstu 27 dagana eða þar til dómur yfir honum fellur.

Fyrri greinSkortur á heitu vatni hamlar stækkun
Næsta greinNaumt tap FSu gegn Hetti