Talningu er lokið í Rangárþingi ytra og þar heldur D-listi Sjálfstæðisflokks meirihlutanum sem myndaður var á miðju síðasta kjörtímabili.
Á kjörskrá voru 1.152 manns og skiluðu 920 atkvæði sér í kjörkassana. Kjörsókn var 79,86% og er aðeins dræmari en árið 2010.
Tveir listar voru í framboði: Á-listi Áhugasamra íbúa um sveitarstjórnarmál og D-listi Sjálfstæðisflokksins.
Lokatölur í Rangárþingi ytra eru þessar:
Á listi – 403 atkvæði 3 fulltrúar
D listi – 472 atkvæði 4 fulltrúar
Auðir seðlar – 31 Ógildir – 14
Sveitarstjórnin er þannig skipuð:
Ágúst Sigurðsson D-lista
Þorgils Torfi Jónsson D-lista
Sólrún Helga Guðmundsdóttir D-lista
Haraldur Eiríksson D-lista
Yngvi Karl Jónsson Á-lista
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Á-lista
Sigdís H. Oddsdóttir Á-lista