Dádýrshausinn fundinn

Uppstoppaður dádýrshaus sem lögreglan á Selfossi hefur leitað að síðustu daga er kominn í leitirnar.

Hausnum var stolið ásamt framhlaðningi og fleiri hlutum í innbroti í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Biskupstungum seinni hluta maímánaðar. Frá þessu var sagt í frétt Sunnlenska þann 7. júní sl.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði menn í bíl á dögunum og höfðu þeir í fórum sínum framhlaðning og dádýrshaus. Framhlaðningurinn var haldlagður en mennirnir sögðust eiga hausinn og höfðu hann á brott með sér aftur.

Lögreglunni á Selfossi hefur nú tekist að finna hausinn og er hann í vörslu lögreglunnar en fleira þýfi úr innbrotinu er enn ófundið.

Fyrri greinÁrborg á toppnum
Næsta greinÆgir missti tvö stig í uppbótartíma