Dagbjartur Sebastian Österby Christensen er dúx FSu á vortönn 2016. Alls brautskráðust 164 nemendur frá skólanum í dag, þar af voru 120 sem luku stúdentsprófi.
Þrettán nemendur luku prófi af tveimur brautum en flestir stúdentarnir útskrifuðust af stúdentsbraut-opinni línu, 59 talsins. Þá brautskráðist fjöldi nemenda úr iðnnámi, meðal annars fimmtán af húsasmíðabraut.
Dagbjartur Österby Christensen og Hulda Dís Þrastardóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Dagbjartur hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, stærðfræði, náttúruvísindagreinum og raungreinum.
Tómas Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ensku og leiklist og Hafsteinn Óskar Kjartansson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í frönsku, spænsku og einnig fyrir góðan árangur í þýsku. Stefanía Dóra Sverrisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, Eydís Eva Guðlaugsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í tungumálum og Hrafnhildur Magnúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku.
Stefanía Ásta Davíðsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu, Helgi Gunnar Jónasson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist og Hafþór Ingi Sævarsson hlaut viðurkenningu fyrir einstaka eljusemi og áhuga í myndlist.
Linda Guðmundsdóttir, Heiðrún Ósk Sævarsdóttir og Ástrós Hilmarsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir frábæran árangur og eljusemi í Fimleikaakademíu skólans og Harpa Rún Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur á hestabraut.
Bergsteinn Kárason og Eyþór Óskarsson hlutu viðurkenningar fyrir ágætan árangur á húsasmíðabraut og Eyþór hlaut að auki sérstaka viðurkenningu fyrir ágætan árangur á húsasmíðabraut.
Almar Þór Þorsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir ástundun, jákvæðni og góða þátttöku í félagslífi skólans. Unnar Magnússon og Elsa Margrét Jónasdóttir hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf að félagsmálum.