Þrjár bílveltur urðu um helgina í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Ein austan við Klaustur, önnur við Sólheimajökul og sú þriðja í Grímsnesi. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.
Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að í nótt var ekið á hægra afturhorn kyrrstæðrar, mannlausrar bifreiðar í Lyngheiði á Selfossi.
Um klukkan tvö aðfaranótt síðastliðins sunnudags var ekið á vinstra framhorn blárrar Toyota Corolla bifreiðar á bílastæði við Hestakrána. Talið er að það gæti hafa verið ökumaður silfurgrárrar Volkswagen Golf um það bil 1990 árgerð.
Ökumenn þeirra ökutækja sem bera ábyrgð á þessum óhöppum og þeir aðrir sem veitt geta upplýsingar eru beðnir að hafa samband í síma lögreglu 444 2010.