Dagbók lögreglu: Hálkuslys í Rangárþingi

Í síðustu viku voru um sextíu mál skráð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.

Vetur konungur hefur bankað á dyrnar einu sinni enn og því gott að fara varlega þar sem hálka getur leynst víða. Þannig urðu þrjár bílveltur í umdæminu í vikunni.

Á laugardagsmorgun var ekið á ljósastaur við Olís á Hellu. Um var að ræða flutningabílstjóra sem hafði ekki orðið þess var að hann lenti með tengivagn utan í staurnum. Selfosslögreglan náði til hans, en hann var á leið vestur.

Fáir voru teknir í vikunni fyrir að aka of hratt. Bæði hefur umferð minnkað og einnig hefur dregið úr hraða en akstursskilyrði hafa verið slæm í vikunni, rigning og hálka.

Fyrri greinByssumaður handtekinn í Þorlákshöfn
Næsta greinByssumaðurinn laus úr haldi