Í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi voru 53 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í síðustu viku. Langflestir voru þeir á Þjóðvegi 1 í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu.
Stærstur hluti ökumannanna voru erlendir ferðamenn, eða 62 prósent.
Á föstudagskvöld fór bifreið útaf Biskupstungnabraut við Borg. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur á slysadeild Landspítalans. Þar kom í ljós að hann hafði rifbeinsbrotnað.
Maður var sleginn í andlitið við Pylsuvagninn á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Hann hlaut minni háttar áverka en hyggst leggja fram kæru síðar.