Dagbók lögreglu: Kortaskúrkur, skemmdarverk og sleðaslys

Helgin var góð hjá lögreglunni á Selfossi, umferð gekk vel og engin meiri háttar óhöpp urðu.

Leigubílstjóri á Selfossi kærði mann sem um helgina fékk akstur úr Grímsnesi á Selfoss og til baka. Í ljós kom að maðurinn reyndi að greiða fargjaldið með greiðslukortum sem voru á válista.

Tveir 16 ára unglingar voru staðnir að því að brjóta rúður í gamalli rútubifreið á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Málið er í rannsókn og barnaverndaryfirvöldum verið tilkynnt um atvikið.

Ökumaður vélsleða slasaðist á fæti er vélsleði sem hann ók á Langjökli við Skálpanes valt. Farþegi sem var á sleðanum slapp ómeiddur. Um minni háttar meiðsli var að ræða og ökumaður fór á eigin vegum til læknis.

Fyrri greinAllsnakinn og minnislaus eftir sveppaneyslu
Næsta greinLína troðfyllti íþróttahúsið