Dagbók lögreglu: Sextíu verkefni á hverja löggu

Lögreglumenn á Hvolsvelli höfðu um helgina afskipti af ökumanni bílaleigubíls sem hann sagðist hafa leigt af bílaleigu sem í raun var ekki skráð fyrir bifreiðinni, heldur var það önnur bílaleiga.

Málið er í rannsókn með tilliti til þess hvort um brot sé að ræða á lögum um bílaleigur.

Í síðustu viku voru 44 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast ók á 137 km hraða á Suðurlandsvegi á vegakafla í Ásahrauni í V-Skaftafellssýslu. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur, einn fyrir akstur undir ávana- og fíkniefnum og einn fyrir akstur sviptur ökuréttindum.

Mörg og margvísleg verkefni komu til kasta lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Teljast þau vera 257 sem er rúmlega 60 verkefni á mann svo leikið sé með hið svo kallaða meðaltal.

Fyrri greinTveir ferðamenn slösuðust
Næsta greinHrikaleg fjallasýn á Eyrarbakka