Liðin vika og helgi voru ljómandi góð hjá lögreglunni á Selfossi, mikil umferð í tengslum við Kótelettuna en bæði umferðin og hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig.
Mikil umferð var um liðna helgi vegna fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunni sem fram fór með sóma. Nokkur minni háttar slys urðu í umferðinni og í tenglum við frístundaiðkun en engin alvarleg óhöpp af neinu tagi. Afskipti voru höfð af einum ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur.
Á laugardag tóku lögreglumenn eftir bifreið sem var ekið eftir Austurvegi á Selfossi án skráninganúmera. Við nánari skoðun kom í ljós að ökumaður var með skráninganúmer innan við framrúðu á mælaborði. Ökumaður hafði tekið það númer af annarri bifreið og gerðist þannig sekur um að villa um fyrir lögreglu. Hann verður einnig kærður fyrir fölsun.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Þar kemur einnig fram að næstkomandi föstudag kl. 16 verður uppboð á óskilamunum á lögreglustöðinni á Selfossi.