Lögreglumenn á Suðurlandi höfðu í mörg horn að líta í síðustu viku en 173 verkefni, sem ekki eru skráð sem sakamál, eru skráð í dagbók lögreglunnar í síðustu viku.
Má þar nefna sautján verkefni sem voru vegna aðstoðar við útlendinga. Í flestum tilvikum var ástæðan sú að þeir voru fastir í snjó hér og þar í víðáttumiklu umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.
Lögregla var kölluð til vegna átján umferðaróhappa og tilkynnt var um níu slys á fólki. Ekki var um að ræða alvarleg meiðsl.
Eins og fram hefur komið í fréttum lést kínverskur ferðamaður í Reynisfjöru í síðustu viku. Það mál er í rannsókn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nokkuð ljóst hvað gerðist þar.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir fíkniefnakstur, átta fyrir hraðakstur, tveir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar, tveir fyrir að aka bifreiðum án réttinda og einn fyrir brot á reglum um öxulþunga.
UPPFÆRT: Eftir nánari yfirlegu kom í ljós að tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka bifreiðum án réttinda, en ekki bifhjóla. Aðstæður til bifhjólaaksturs eru ekki góðar þessa dagana.