Dagmæður vantar á Hvolsvelli

Vöntun er á dagmæðrum í Rangárþingi eystra. Börnum hefur fjölgað mikið í sveitarfélaginu undanfarið ár og aðeins ein dagmanna er starfandi.

Foreldrar ungra barna hafa áhyggjur af þessum málum og hefur sveitarfélaginu borist bréf vegna þessa.

Málið er nú til umræðu í stjórnsýslunni og var málið m.a. rætt á síðasta fundi fræðslunefndar sveitarfélagsins.

Fyrri grein„Pabbi er góður æfingafélagi”
Næsta greinNáttúran og þjóðlífshættir á sýningu