Dagný hannaði verðlaunagripinn

Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunagripurinn var hannaður af Dagnýju Magnúsdóttur, glerlistakonu í Þorlákshöfn.

Það var listaverkið Vegferð eftir Dagnýju sem féll í skaut Icelandair Group, en Íslandsstofa fékk Dagnýju til þess að hanna og vinna listaverk af þessu tilefni.

Um verk sitt segir listamaðurinn: Í verkinu er horft af himni til hafs. Ólgandi kraftar náttúrunnar ber fyrir augu þegar ólík öfl kalla fram fegurð og mikilfengleika. Undir yfirborðinu, sem virðist meinlaust og friðsælt, ólgar krafturinn sem slípar grjótið og þar velkist sandurinn sem er uppistaða glersins. Glerið tekur á sig mismunandi myndir eftir því hvernig horft er í gegnum það og minnir okkur á víðsýni og óþrjótandi möguleika á vegferð þekkingar og framkvæmda.

Fyrri greinFyrstu stig Ægis
Næsta greinÞykkvabæjar í söluferli