Dagur ferskra vinda á laugardag

Alþjóðadagur vindsins er haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun laugardaginn 15. júní. Tekið verður á móti gestum við vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu fyrir norðan Búrfell kl. 12-16.

Markmið dagsins, sem er skipulagður af Alþjóðlegu vindorkusamtökunum, er að hvetja fólk til að kynnast vindorku og möguleikum hennar til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum.

Í tilefni dagsins tekur Landsvirkjun á móti gestum við rannsóknarvindmyllur fyrirtækisins á Hafinu fyrir norðan Búrfell við þjóðveg 32. Starfsfólk Landsvirkjunar mun taka á móti gestum við vindmyllurnar milli klukkan 12 og 16.

Einnig verður opið í gestastofum Landsvirkjunar í Búrfellsstöð, Kröflustöð og í Végarði við Fljótsdalstöð en upplýsingar um opnunartíma og staðsetningu eru á vef Landsvirkjunar.

Fyrri greinVígsluleikur gegn toppliði Stjörnunnar
Næsta greinFjóla, Hreinn og Kristinn til Slóvakíu