Daníel býður sig fram til varaformanns

Hinn 23 ára gamli Daníel Haukur Arnarson frá Þorlákshöfn hefur boðið sig fram til embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, en kosið verður í embættið á landsfundi flokksins á laugardaginn.

Daníel Haukur er stjórnarmaður í Ungum Vinstri grænum.

Daníel Haukur segist bjóða sig fram m.a. til að vekja athygli á lagabreytingartillögu sem ungliðar Vinstri grænna vilja ná í gegn. „Við viljum leggja niður formanns- og varaformannsembættið. Þess í stað viljum við að það verði kosnir tveir talsmenn flokksins,“ sagði Daníel Haukur í samtali við Sunnlenska. Jafnframt sagði hann að það vantaði ungt fólk í stjórnmál á Íslandi.

„Þetta verður spennandi hvernig sem fer,“ sagði Daníel Haukur sem myndi fagna tækifærinu að vinna með Katrínu Jakobsdóttur, enhún er eini frambjóðandinn til formanns flokksins. „Það væri frábært að vinna með Kötu, hún er flottur pólitíkus,“ sagði Daníel.

Fyrri greinSvavar og Fjalar til Brentford á reynslu
Næsta greinÁstand lagna í eldri hverfum víða bágborið