Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur

Lögreglan á Austur-Jótlandi í Danmörku lýsir eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen sem saknað hefur verið síðan á fimmtudagskvöld í síðustu viku.

Freyja, sem fædd árið 1977, er frá Selfossi en hefur búið um árabil í Danmörku. Hún sást síðast um klukkan hálf tólf á fimmtudagskvöld þegar hún fór frá vinnustað sínum í Odder, þar sem hún starfar á dvalarheimili. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti hún hafa tekið lest frá Malling, þar sem hún er búsett, á föstudagsmorgun um klukkan 8:30.

Á laugardag fékk vinnuveitandi hennar SMS úr síma Freyju þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan þá hefur enginn heyrt í henni og í morgun lýsti lögreglan eftir henni.

Freyja er 165 sentimetrar, grannvaxin með ljósbrúnt, axlarsítt hár og notar gleraugu. 

Danskir fjölmiðlar greina frá því að síðdegis í dag hafi lögreglan hafið „umfangsmikla leit“ að Freyju. Lögreglan leggur áherslu á að hún vilji heyra frá öllum sem gætu haft upplýsingar um hvar Freyja er niðurkomin eða hvar hún hefur verið frá því á fimmtudagskvöld. 

Fyrri greinGlæsileg dagskrá á þorrablóti í beinu streymi
Næsta greinGoðheimar teknir í notkun í vor