Datt á hlaupahjóli og rotaðist

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður á hlaupahjóli féll í götuna við Eyraveg á Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Hann hlaut höfuðáverka og missti meðvitund um stund.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þrjú önnur slys eru skráð í dagbók lögreglunnar í síðustu viku. Ökumaður vélsleða slasaðist að Fjallabaki á mánudaginn. Hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús og mun hafa hlotið beinbrot og mar en er ekki í lífshættu.

Þá var hestamaður fluttur á sjúkrahús eftir að hann datt af baki á miðvikudag við Helluflugvöll. Hestamaðurinn hringdi sjálfur eftir aðstoð en var eitthvað meiddur.

Sama dag hafði lögregla afskipti af ökumanni bifreiðar sem valt út Suðurlandsvegi við Kálfholtsveg. Hann var ómeiddur en  grunaður um ölvun við akstur og gisti fangageymslur þar til unnt var að taka af honum skýrslu um málið.

Fyrri grein„Átti ekki alveg von á þessu“
Næsta greinSex mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus