Davíð Halldórsson, skrúðgarðyrkjumeistari, hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Á dögunum var auglýst starf garðyrkjustjóra, þar sem auglýst var eftir skrúðgarðyrkjumeistara með reynslu í verklegum framkvæmdum og sérstaklega við hellulagnir.
Fjórir aðilar sendu inn umsóknir og var Davíð sá eini sem uppfyllti þær kröfur sem óskað var eftir um hæfni og færni fyrir starfið.
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Davíð og um leið var bæjarstjóra falið að gera breytingar á skipuriti vegna starfsins sem heyri undir sviðsstjóra skipulags-, byggingar- og umhverfissviðs.