Hveragerðisbær hefur ráðið Davíð Samúelsson, fyrrum framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands til að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir bæjarfélagið.
Meðal helstu viðfangsefna Davíðs verður að auka viðkomu ferðamanna í bænum og auka tekjur af viðveru þeirra.
„Þetta er liður í því að koma Hveragerði í fremstu röð í ferðamálum á nýjan leik,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.
Davíð hefur frá því hann hætti störfum hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið hjá Reykjavíkurborg, undir Höfuðborgarstöðu.