„Þegar upp er staðið erum við að spara sveitarfélaginu fjármuni með þessu,“ segir Guðmundir Ingi Gunnlaugsson oddviti Rangárþings ytra um þá ákvörðun um að breyta tímabundið starfi oddvita sveitarinnar í fullt starf.
Ákvörðun um breytinguna var tekin á fundi sveitarstjórnar nýlega, undir miklum mótmælum minnihlutans í sveitarstjórn. „Okkur finnst þetta ekki eðlilegt,“ segir Guðfinna Þorvaldsdóttir, leiðtogi Á-listans í sveitarstjórninni og fyrrum oddviti. Hún bendir á að þetta hafi til þessa einungis verið 30% starf.
Minnihlutinn telur að störfin sem tilgreind séu í tillögunni falli undir verksvið annara starfsmanna á skrifstofu.
Guðmundur Ingi segir hinsvegar að um tímabundið starf sé að ræða, ýmis verkefni hafi safnast upp og meirihlutinn hafi metið það sem þannig að í stað þess að ráða einhvern sem þyrfti tíma til kynningar og setja sig inn í hlutina hafi verið einfaldara að fela Guðmundi Inga viðkomandi verkefni.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu