Deilt um varnargarð Markarfljóts

Bændur í innri Fljótshlíð skora á sveitarstjórn Rangárþings eystra að fallið verði frá fyrirhuguðum breyt­ingum á varnargarði Markarfljóts við Þórólfsfell.

Vegagerðin og Landgræðslan hafa áætlanir um að byggja upp nýjan varnargarð á svæð­inu sem bændur og upp­reksrarfélag Fljótshlíðinga telur að geti haft slæmar afleiðingar á um­hverfið. Vilja þeir að gamli garður­inn verði byggður upp frekar.

Byggða­ráð Rangárþings eystra hefur mælst til þess við Vegagerðina og Land­græðsl­una að haldinn verði kynningar­fundur um áforminn.

Fyrri greinLíkur á 113 milljón króna niðurskurði
Næsta greinVallarvígsla á Selfossi