Dögun leitar að frambjóðendum

Dögun í Suðurkjördæmi leitar nú að frambjóðendum og tilnefningum um frambjóðendur á lista samtakanna fyrir Alþingiskosningarnar í vor.

Fyrir hönd uppstillingarnefndarinnar í Suðurkjördæmi taka Ólafur Ragnar Sigurðsson og Kristín Arnberg Þórðardóttir í Grindavík við tilnefningum. Tilnefningarnar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti annað kvöld, laugardaginn 9. Febrúar.

Ennfremur er auglýst eftir sjálfboðaliðum í hin ýmsu verk sem framboði til Alþingis fylgja.

Fyrri greinMiðfell er bæjarfjall Hrunamanna
Næsta greinTelur nýja brú breyta litlu