Dorrit kenndi Sámi að synda

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu Stokkseyri fyrr í sumar þar sem Dorrit kenndi fjölskylduhundinum Sámi að synda.

Forsetahjónin komu á Stokkseyri ásamt tveimur ungum frændum Dorritar. Dorrit fór í kajakasiglingu með frændurna á meðan Ólafur Ragnar beið á Kaffi Sól en forsetinn tók svo á móti ræðurunum, ásamt Sámi, eftir þriggja tíma ferð við bryggjusporðinn á Stokkseyri.

Þegar í land var komið hafði Dorrit á orði að henni hefði alltaf langað að kenna Sámi að synda. Hún tók hann því með sér út á kajak og reri spölkorn frá landi og eftir andartak var Sámur kominn á sund.

Frá þessu er greint ítarlega á vefnum stokkseyri.is.

Fyrri greinHlynur stigameistari 2010
Næsta greinHamar sigraði á Eden mótinu