Atvinnuleysi á Suðurlandi var 6,9% í mars en var 7,2% í febrúar, 7,4% meðal karla en 6,4% meðal kvenna.
Í mars fyrir ári síðan var atvinnuleysi 7,4%. 6,9% atvinnuleysi jafngildir því að 907 manns hafi verið án atvinnu. Ljóst er að nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurlandi en þeim hafði fækkað um 19 frá því í febrúar og um 62 frá því á sama tíma fyrir ári. Laus störf á Suðurlandi í mars voru 7.
Ef atvinnuleysi á Suðurlandi er skoðað eftir sveitarfélögum kemur í ljós að flestir voru án atvinnu í Árborg eða 412 og hafði þeim fækkað um 15 frá því í febrúar. Í Ölfusi eru 114 án atvinnu og hafði fækkað um 3 síðan í febrúar. Í Hveragerði voru 110 án atvinnu og hafði fækkað um 10.