Rennsli í Skaftá náði hámarki við Sveinstind um klukkan 20 í gærkvöldi og var rennsli í ánni þá um 348 rúmmetrar á sekúndu.
Um miðnættið fór að draga úr rennslinu á ný og er það nú 330 rúmmetrar þar sem áin kemur undan Vatnajökli.
Hlaupið var lítið en það kom úr vestari Skaftárkatlinum í Vatnajökli. Í stærstu hlaupum hefur rennsli við Sveinstind farið í 1500 rúmmetra á sekúndu.