Dregur úr veiði í Veiðivötnum

Heldur dró úr veiði í Veiðivötnum í síðustu viku en í fimmtu viku komu1.838 fiskar á land. Heildarveiðin er komin yfir tólfþúsund fiska og meðalþyngdin er 2,0 pd.

Stærsti fiskurinn er sem fyrr 12,8 punda urriði úr Grænavatni.

Heldur hefur dregið úr veiði í Litlasjó, en 672 fiskar komu þar á land í vikunni.

Áfram veiðist vel í Eskivatni, Kvíslarvatni og Langavatni. Fimmta vika var besta vikan í Nýjavatni það sem af er sumri. Þar komu 339 fiskar á land, mest bleikja.

Fyrri greinHraðatakmarkanir við þjóðgarðinn
Næsta greinTvö mörk á lokasprettinum dugðu skammt