„Þegar okkur bauðst að opna Dim Sum í Mjólkurbúinu Mathöll var það engin spurning. Frá því við kynntumst þessu konsepti fyrst vissum við að þetta væri eitthvað sem við vildum kynna fyrir Selfyssingum. Menam, með sína thailensku rétti, var mjög framandi á sínum tíma enda ekki margir slíkir staðir á landsbyggðinni í kringum 1997. Við höfum rekið Dragon Dim Sum í Mjólkurbúinu frá opnun við hlið Menam, en margir vita ekki að það séu sömu rekstraraðilar á þessum stöðum,“ segir Andri Már Jónsson, eigandi Menam á Selfossi.
„Við höfum nú ákveðið að breyta Dragon Dim Sum í Menam Dim Sum til að aðgreina okkur frá „höfuðstöðvunum“ í Reykjavík. Við munum áfram fá smáhornin úr smiðju Drekans, enda þrælgóð og þróuð vara sem hefur slegið í gegn hjá hinum ýmsu matargúrúum,“ bætir Andri við.
Stemningsstaður með street-food ívafi
Dim Sum, sem er heiti yfir asíska smárétti líkt og tapas hjá Spánverjum, er fersk og skemmtileg nýjung í veitingaflórunni á Selfossi. Dömplingar, eða smáhorn, eru gerðir úr brauð- eða wonton deigi í fallegum formum sem gefa þeim mismunandi nöfn. Þeir eru svo fylltir með ýmiskonar fyllingum s.s. kjöti, fiski eða grænmeti sem eru gufusoðin í þar til gerðum bastkörfum. Ýmiskonar meðlæti er svo borið fram með dömplingunum.
Menam Dim Sum er stemningsstaður með street-food ívafi og stendur fyrir einkennisorðunum framúrskarandi dömplingar, framandi brögð og almenn skemmtilegheit.
„Við munum leggja upp úr því að að bjóða uppá góða dömplinga úr gæðahráefni, framreidda á faglegan en skemmtilegan máta. Við berum virðingu fyrir hefðum um leið og við setjum okkar mark á réttina. Sérstaða okkar felst m.a. í „toppings“ og svolitlu af heimagerðum, bragðgóðum sósum sem gefur þeim þetta litla extra og einstaka bragðupplifun,“ segir Andri ennfremur.
Nýi smakkseðillinn algjör veisla
Menam var brautryðjandi í að koma með nýja strauma í asíski matargerð á svæðinu, sem á þeim tíma þótti mjög framandi. Að sama skapi er Dim Sum fyrsti dömplingsstaðurinn á svæðinu og Menam því enn á ný leiðandi í að kynna nýja matarmenningu fyrir Sunnlendingum. Upprunalega kínverska merking dim sum er „að snerta hjartað“ sem Menam Dim Sum mun kappkosta að gera í gegnum einstaka matarupplifun.
„Við hlökkum til að fá fleiri á Dim Sum vagninn með okkur, enda er t.d. nýi smakkseðilinn okkar algjör veisla. Þá er dim sum mjög hentugt í ýmiskonar veislur, saumaklúbba, útskriftir og slíkt. Svo ég tali nú ekki um hvað þetta er góður valkostur til að taka með heim t.d. á föstudagskvöldi og njóta með fjölskyldunni yfir bíómynd, en hægt er að panta á heimasíðunni okkar menamdimsum.is. Við munum svo koma reglulega með skemmtilegar nýjungar á matseðilinn, sem við hlökkum mikið til,“ segir Andri að lokum.